Færsluflokkur: Bloggar

Reykir 2011

Vikuna 14 - 18 nóvember fór ég á Reyki. Skólinn sem var með okkur var Giljaskóli á Akureyri.

Núna ætla ég að segja frá því sem mér fannst áhugaverðast eða skemmtilegast í hverjum tíma en tímarnir voru stöðvaleikur, undraheimur auranna, náttúrufræði, íþróttir og byggðasafn.

Það sem mér fannst áhugaverðast í stöðvaleik var að læra um síðustu aftökuna á Íslandi.  Við fengum að halda á nákvæmri eftirlíkingu af öxinni sem var notuð og hún var 10 kg.  

Í undraheim auranna, fannst mér skemmtilegast að spila spil sem var þar.  Í því átti maður að gera alls konar hluti til að fá pening og stundum átti maður að borga.  

Í náttúrfræði fannst mér áhugavert að fara út í fjöruna og skoða.  Við fundum bleikan krossfisk og margar skeljar.  

Það sem mér fannst skemmtilegast í íþróttum var að fara í boltaleik sem er mjög líkur dodgeball, nema til að frelsa fólk þarf maður að hitta í körfuboltakörfuna.  

Byggðasafnið er rétt hjá skólabúðunum og þar fannst mér skemmtilegast að fara í leik sem kallast Að reisa horngemling.

Á Reykjum var mjög góður matur og mjög þægileg rúm, það var líka mjög gaman að vera þar og þetta er örugglega besta skólaferðin mín hingað til og ég væri sko allveg til í að koma oft aftur.

 

 Á byggðasafninuÍ spilinu í undraheimi auranna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stöðvaleik með öxina

 


Anne Frank

  In English I have been working on a video about Anne Frank. I started reading Anne Frank's Diary. Then I found pictures of Anne and her Family and put them on Photo Story. I wrote down facts about Anne, to describe the pictures. Last I recorded the facts I had written down erlier and then it was time to put the video on Youtube. I liked working on this project and would be happy to do something like it again.

This is my video .


Staðreyndir um Evrópu

Ég hef verið að vinna verkefni um Evrópu sem kallast Staðreyndir um Evrópu. Ég fann upplýsingar í bókinni um Evrópu og kortabókinni. Það sem ég lærði var að gera ýmis form í word. Það sem mér fannst skemmtilegt var að finna myndir og þetta var líka skemmtilegt verkefni

Hér er verkefnið mitt

 


Plöntuverkefni

Í náttúrufræði hef ég verið að vinna verkefni um plöntur. Fyrst fór ég út og týndi plöntu til að skrifa um, síðan fékk ég bók sem heitir  ísleinsk flóra. Ég átti að finna upplýsingar eins og gerð rótar, hæð plöntu, heiti á latínu o.fl. Ég þurrkaði plöntuna og límdi hana svo inní vinnubókina mína. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og væri alveg til í að gera eitthvað þessu líkt aftur.

 

 


Austur Evrópa

þetta er glærukynningin mín

 

 


Hvalir

Hvalir eru stærstu dýr sem uppi hafa verið á jörðinni. Sumir eru stærri en risaeðlur og aðrir minni en menn. Sá stærsti er skíðishvalur, hann heitir steypireyður og getur orðið allt að 33 m og 190 tonn. Hvalir eru sjávarspendýr en ekki fiskar og eru með heitt blóð og lungu. Hvalir skiptast í tvo undirættbálka, skíðishvali og tannhvali. Tannhvalir eru eru flestir minni en skíðishvalir en tannhvalirnir ráðast stundum á skíðishvalina. Allir hvalir hafa láréttan sporð. Hægt er að þekkja hnúfubaka í sundur á mismunandi munstri á sporðunum þeirra. Mjög gaman er að fara í hvalaskoðun því að sumir hvalir geta gert margt áhugavert, skemmtilegt og flott. Hægt er að fara í hvalaskoðun hjá Eldingunni við Reykjavíkurhöfn.

 


Enska

Hér sjáið þið myndband sem ég hef verið að gera í ensku.

 


Lakagígar

Í náttúrufræði hef ég verið að geraglærukynningu  í power point. Ég fekk að velja eldfjall til að skrifa um og ég valdi Lakagíga. Ég byrjaði á því að lesa hefti um Lakagíga, svo gerðum við uppkast af glærunum á blað. Þegar ég var búin að því fór ég að skrifa í tölvur. 

Svo fann ég myndir og bakgrunn. Svo vistaði ég glærurnar inn á slideshare.net. Svo setti ég glærurnar inn á bloggið.

Mér fannst mjög skemmtilegt að gera þetta verkefni. 




Það mælti mín móðir

Ég las ljóðið „það mælti mín móðir“ eftir Egil Skala-Grímsson. Svo fór ég í tölvur og fann myndir sem pössuðu við ljóðið. Myndirnar áttu allar að vera 600-800 og líka í sama stíl, myndirnar sem ég var með voru allar teiknaðar. Þegar ég var búin að því gerði ég vídeó og las ljóðið inná í photostory. Svo gerði ég aðgang að youtube og setti vídeóið þangað inn.


Ritgerð um 13. öld

Seinustu vikur höfum við verið að skrifa heimildaritgerð um 13.öld. Við fengum hefti með því sem við áttum að gera. Það voru 13 spurningar sem við áttum að svara. Fyrst skrifuðum við svörin á blað og svo í tölvu. Við fundum myndir og svo gerðum við aðgang að box.net og settum ritgerðina þar inn.

Hér er ritgerðin


Næsta síða »

Höfundur

Melkorka Sverrisdóttir
Melkorka Sverrisdóttir
Ég heiti Melkorka og er í Ölduselsskóla
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband