Egluferð

Þann 9.nóvember fórum við í ferð í Borgarnes en tilgangur ferðarinnar var að við myndum fá að sjá staði sem tengjast ævi Egils Skallagrímssonar. Við fórum líka í Reykholt þar sem Snorri Sturluson bjó en hann skrifaði Eglu.

 Við byrjuðum á því að fara á Landnámssetrið í Borgarnesi og þar fórum við á sýningu sem var um Eglu og sagði hana alla í stuttu máli og þar voru myndir og tréverk til þess að útskýra söguna betur. Eftir það borðuðum við nestið okkar og svo var farið og kíkt á staðinn sem Brák fóstra Egils stökk útaf bjarginu og dó, það kallast Brákarsund. Síðan fórum við aftur í rútuna og ókum að haug Skalla-Gríms. Egill hafði heygt hann á stað sem hann gæti séð staðinn sem hann drap Brák. Eftir það fórum við á Borg á Mýrum þar sem Egill átti heima og þar skoðuðum við kirkju og styttu sem heitir Sonartorrek. Þegar við vorum búin að skoða nóg af Borg fórum við aftur í rútuna og keyrðum í Reykholt þar sem Snorri Sturluson átti heima, þar hittum við séra Geir Waage og hann sagði okkur frá tímum Eglu. Í Reykholti var önnur kirkja sem var næstum því eins og kirkjan í Borg. Svo var líka farið að rústum hússins sem er talið Snorri hafi dáið í. Svo sáum við Snorralaug og göng sem Snorri byggði. Eftir það kvöddum við séra Geir Waage og fórum í rútunni aftur heim.

 Mér fannst áhugaverðast að sjá staðinn sem Brák er talin hafa dáið en allt þetta ver mjög skemmtilegt og þessi ferð var líka mjög fræðileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Melkorka Sverrisdóttir
Melkorka Sverrisdóttir
Ég heiti Melkorka og er í Ölduselsskóla
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband