25.5.2011 | 11:56
Hvalir
Hvalir eru stærstu dýr sem uppi hafa verið á jörðinni. Sumir eru stærri en risaeðlur og aðrir minni en menn. Sá stærsti er skíðishvalur, hann heitir steypireyður og getur orðið allt að 33 m og 190 tonn. Hvalir eru sjávarspendýr en ekki fiskar og eru með heitt blóð og lungu. Hvalir skiptast í tvo undirættbálka, skíðishvali og tannhvali. Tannhvalir eru eru flestir minni en skíðishvalir en tannhvalirnir ráðast stundum á skíðishvalina. Allir hvalir hafa láréttan sporð. Hægt er að þekkja hnúfubaka í sundur á mismunandi munstri á sporðunum þeirra. Mjög gaman er að fara í hvalaskoðun því að sumir hvalir geta gert margt áhugavert, skemmtilegt og flott. Hægt er að fara í hvalaskoðun hjá Eldingunni við Reykjavíkurhöfn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.