Reykir 2011

Vikuna 14 - 18 nóvember fór ég á Reyki. Skólinn sem var með okkur var Giljaskóli á Akureyri.

Núna ætla ég að segja frá því sem mér fannst áhugaverðast eða skemmtilegast í hverjum tíma en tímarnir voru stöðvaleikur, undraheimur auranna, náttúrufræði, íþróttir og byggðasafn.

Það sem mér fannst áhugaverðast í stöðvaleik var að læra um síðustu aftökuna á Íslandi.  Við fengum að halda á nákvæmri eftirlíkingu af öxinni sem var notuð og hún var 10 kg.  

Í undraheim auranna, fannst mér skemmtilegast að spila spil sem var þar.  Í því átti maður að gera alls konar hluti til að fá pening og stundum átti maður að borga.  

Í náttúrfræði fannst mér áhugavert að fara út í fjöruna og skoða.  Við fundum bleikan krossfisk og margar skeljar.  

Það sem mér fannst skemmtilegast í íþróttum var að fara í boltaleik sem er mjög líkur dodgeball, nema til að frelsa fólk þarf maður að hitta í körfuboltakörfuna.  

Byggðasafnið er rétt hjá skólabúðunum og þar fannst mér skemmtilegast að fara í leik sem kallast Að reisa horngemling.

Á Reykjum var mjög góður matur og mjög þægileg rúm, það var líka mjög gaman að vera þar og þetta er örugglega besta skólaferðin mín hingað til og ég væri sko allveg til í að koma oft aftur.

 

 Á byggðasafninuÍ spilinu í undraheimi auranna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stöðvaleik með öxina

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Melkorka Sverrisdóttir
Melkorka Sverrisdóttir
Ég heiti Melkorka og er í Ölduselsskóla
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband